Gera kröfu um að fólk skrái sig fyrir ferðalagið

oslo haust
Það er vissara að muna að skrá sig áður en lagt er í hann til Óslóar. Mynd: Ferðamálaráð Óslóar

Ef þú ert á leiðinni til Noregs á næstunni þá er ekki nóg að mæta bara með vegabréf og bólusetningarskirteini. Frá og með föstudeginum 26. nóvember er verður nefnilega aðeins þeim hleypt yfir norsku landamærin sem hafa boðað komu sína með skráningu á vef norska ríkisins.

Þessi breyting var boðuð á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Allir þeir sem ekki eru bólusettir verða einnig að fara í Covid-19 próf við komuna. Skýringin á þessum hertu aðgerðum liggur í fjölgun kórónuveiru smita í Noregi.

Meðal annarra ráðstafanna sem gripið verður til er að heimila sveitarfélögum að gera kröfu um að fólk framvísi bólusetningarskirteinum á fjölförunum stöðum, t.d. veitinga- og samkomuhúsum.