Mótmælin draga úr bókunum en þó ekki hjá Icelandair
Tugþúsundir Ísraela hafa mótmælt á götum úti síðustu vikur vegna áforma ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahús um breytingar á dómskerfi landsins. Þar er meðal annars lagt til að ísraelska þingið fái heimild til að snúa dómum hæstaréttar með einföldum þingmeirihluta. Forseti hæstaréttar Ísrael segir áformin árás á lýðræði í landinu. Skráðu þig inn til að lesa Þessi … Lesa meira
Fréttir
„Þurfum að meta upp á nýtt hvað sé vel heppnuð ferðaþjónusta“
Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hvetur til betri stýringar í ferðaþjónustu á komandi árum - á sama tíma og greinin þarf að leita nýrra leiða til að halda fyrri styrk og efnahagslegu mikilvægi. „Það verður að finna út úr því hvers konar ferðaþjónustu við viljum í löndum okkar," segir yfirmaður ferðamála hjá OECD.
Fréttir
Enn lokast þýskir flugvellir vegna verkfalla
Flugsamgöngur á meginlandinu raskast áfram vegna verkfallsaðgerða. Bæði í Frakklandi og Þýskalandi hefur ítrekað stöðvast flug eða tafist vegna verkfallsaðgerða á síðustu vikum og mánuðum. Nú beinast aðgerðir að flugvöllunum í München og í Frankfurt, þeim fjölfarnasta í Þýskalandi.
Fréttir
Ákall um hóflegan vöxt
Allir sem töluðu á ráðstefnunni um þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar kölluðu eftir hóflegum vexti og það endurómaði í pallborðsumræðum að loknum erindum. „Við þurfum að taka stjórnina á þessum áfangastað," sagði Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF.
Fréttir
Áfram gríðarlegt tap hjá SAS
Stjórnendur skandinavíska flugfélagsins SAS hafa síðustu mánuði nýtt gjaldþrotavernd bandaríska dómstóla til að endurskipuleggja félagið. Þetta svokallaða Chapter-11 ferli krefst þess að SAS geri upp hvern einasta mánuð og niðurstaðan fyrir febrúar liggur nú fyrir. Og tapið nam 900 milljónum sænskra króna eða um 12 milljörðum íslenskra króna. Þetta er fjórðungi minna tap en í … Lesa meira
Fréttir
Borga nú þegar milljarða króna fyrir losunarheimildir
Evrópusambandið tók upp viðskiptakerfi með losunarheimildir fyrir flug árið 2012. Síðan þá hefur verðið á mengunargjaldinu tuttugufaldast. Íslenskum stjórnvöldum hugnast ekki boðaðar breytingar á kerfinu.
Fréttir
Fjórir frambjóðendur um þrjú sæti
Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fer fram í Stykkishólmi á fimmtudaginn í næstu viku og þar verður kosið um þrjú sæti í aðalstjórn samtakanna. Fjögur framboð bárust og þar á meðal er frá Skarphéðni Berg Steinarssyni sem lét af embætti ferðamálastjóra um síðustu áramót. Skarphéðinn rekur ásamt konu sinni Sjávarborg, gistihús og kaffihús í Stykkishólmi. Rannveig Grétarsdóttir, … Lesa meira
Fréttir
„Slípum demantinn“
„Við verðum að taka umræðuna um aðgangsstýringu að vinsælustu ferðamannastöðum okkar - og ganga svo til verka," sagði Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, á ráðstefnu í Hörpu um þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar. Áhrifafólk í ferðaþjónustunni virðist almennt vilja forðast ástandið sem skapaðist fyrir heimsfaraldur.