Samfélagsmiðlar

Ný verkefni á Suðurskautslandi

Við brottför frá Keflavíkurflugvelli voru 30 evrópskir starfsmenn á vegum ALE. Eins og sjá má var stél þotunnar merkt sérstaklega fyrir leiðangurinn.

Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, mun á næstu mánuðum sinna verkefnum á Suðurskautslandinu og nýta til þess vélar, áhafnir og annað starfsfólk frá Icelandair.

Boeing 757 þota á vegum Icelandair hóf í byrjun vikunnar þriggja mánaða verkefni sem felur í sér flug frá Punta Arenas í Chile til Union Glacier á Suðurskautslandinu. Í tilkynningu segir að flogið verði á vegum Antarctic Logistics & Expedition (ALE) með ferða-, göngu- og vísindamenn með reglubundnum hætti fram í janúar 2022. 

Þrjár áhafnir Icelandair munu skipta verkefninu með sér og er hver áhöfn staðsett ytra í um fjórar vikur í senn. Í hverri áhöfn eru þrír flugmenn, fjórar flugfreyjur og -þjónar og tveir flugvirkjar. Verkefnið hefur krafist mikils undirbúnings hjá mörgum deildum innan Icelandair Group, meðal annars á sviði tækni-, viðhalds-, flug-, áhafna- og þjálfunarmála.

Framundan eru einnig tvö flug á vegum Loftleiða frá Osló í Noregi til rannsóknarstöðvarinnar á Troll á Suðurskautslandinu, en áætlað er að þau flug fari fram í byrjun desember. Til stendur að ferja vísindamenn á milli Noregs og Suðurskautslandsins en rannsóknarstöðin er rekin af Norsk Polar Institut (NPI) og er staðsett á Prinsessu Mörtuströndinni (Princess Martha Coast). Flogið verður á Boeing 767 vél frá Icelandair og um 20 manna áhöfn Icelandair mun sinna fluginu. Icelandair sinnti sambærilegu verkefni í febrúar á þessu ári. 

„Loftleiðir Icelandic hefur um árabil sinnt fjölbreyttum verkefnum víða um heim og nýtt til þess flugvélar og starfsfólk frá Icelandair. Mikil reynsla er til staðar innan félagsins til að takast á við slík verkefni, hvort sem er horft er til áhafna, flugvirkja eða skrifstofufólks sem kemur að undirbúningi slíkra verkefna sem gjarnan eru umfangsmikil. Þannig er gert ráð fyrir að flugvélar á vegum Loftleiða Icelandic komi við í öllum sjö heimsálfunum árið 2022. Starfsmenn Loftleiða búa yfir öflugu tengslaneti og hafa getið af sér gott orðspor á alþjóðavettvangi. Með því að takast á þessi verkefni og fleiri sem falla til á vettvangi Loftleiða náum við að skapa félaginu aukinna tekna, nýta flugflota og áhafnir betur auk þess sem áhafnir félagsins öðlast mikla reynslu. Það er því mikill hagur af því fyrir Icelandair Group og dótturfélög að sinna verkefnum sem þessum,“ skrifar Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic, í tilkynningu.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …