Ómíkron er ekki hættulegra afbrigði

Það eru þrjár þotur á leið frá Keflavíkurflugvelli til Bretlands á þriðjudaginn og farþeganna bíður nú tveggja daga einangrun við komuna.

Mynd: London Heathrow

Fjöldi ríkja hefur síðustu sólarhringa boðað hertar aðgerðir við landamæri og jafnvel lokað þeim til að draga úr líkum á að ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar nái þar dreifingu. Það er hins vegar engar vísbendingar um að að þetta nýja afbrigði sé hættulegra en önnur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin sendi frá sér nú í kvöld.

„Það eru ennþá engar upplýsingar komnar fram sem benda til að veikindi sem tengjast ómíkrón séu öðruvísi en þau sem önnur afbrigði valda,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Breskir ráðamenn eru meðal þeirra sem hafa nú um helgina gefið út strangari sóttvarnarreglur. Þær fela meðal annars í sér að frá og með aðfaranótt þriðjudagsins þurfa allir þeir sem ferðast til landsins að fara í tveggja daga einangrun og taka PCR-próf.

Á þriðjudaginn eru þrjár þotur á leið frá Keflavíkurflugvelli til breska borga og þessar nýju reglur munu því eiga við alla farþega um borð. Þeir sem fljúga til Bretlands á morgun, mánudag, þurfa hins vegar aðeins að taka hraðpróf og þurfa ekki í einangrun.


Þú færð aðgang að öllum greinum Túrista í 30 daga fyrir 300 krónur með því að nota afsláttarkóðann „300″ þegar þú pantar áskrift. Í framhaldinu fullt mánaðarverð (2.650 kr.) en alltaf hægt að segja upp.