Óseldu sætunum fækkaði frá því í september

MYND: ISAVIA

Nærri sjö af hverjum tíu sætum í ferðum Icelandair og Play voru skipuð farþegum í október. Hjá báðum félögum var hlutfallið nokkru lægra í september. Þá var sætanýtingin 62 prósent hjá Icelandair en rétt 52 prósent hjá Play eins og sjá má á grafinu.

Hjá Icelandair kom Evrópuflugið mun betur út en Ameríkuflugið enda var það fyrst í gær sem landamæri Bandaríkjanna voruð opnuð á ný fyrir evrópskum ferðamönnum. Sætanýtingin í ferðum Icelandair innan Evrópu var þannig 78 prósent sem er sambærileg nýting og hjá helstu lágfargjaldaflugfélögum álfunnar.