Róðurinn áfram þungur hjá SAS

Stærsta flugfélag Skandinavíu gæti þurft að biðja eigendur sína um meira fé áður en veturinn er úti.

Mynd: SAS

Uppgjör skandinavíska flugfélagsins SAS fyrir síðasta reikningsár, nóvember í fyrra til október í ár, liggur fyrir. Niðurstaðan er tap upp á 6,5 milljarða sænska króna fyrir skatt. Upphæðin jafngildir nærri 94 milljörðum íslenskra króna.

Ef aðeins er horft til fjórða og síðasta fjórðungs í uppgjörinu, ágúst til október, þá var tapið um 14 milljarðar kr. Tekjurnar á þessum fjórðungi voru ríflega tvöfalt hærri en á sama tíma í fyrra en 57 prósent lægri en á síðasta fjórðungi 2019.

Það er því langt í land þegar horft er til ástandsins fyrir heimsfaraldur en SAS skilaði hagnaði árin fyrir Covid-19, öfugt við Icelandair.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.