Samfélagsmiðlar

Flóknara að reka íslenska ferðaskrifstofu en danska

Ferðaskrifstofan Bravo Tours í Danmörku er ein sú stærsta þar í landi. Nú er hún ekki lengur í eigu Íslendinga.

„Á Íslandi þarf næstum að handstýra hverri einustu brottför og laga sig að markaðnum viku fyrir viku. Í þessu eru þau ótrúlega fær í hjá Heimsferðum," segir Peder Hornshøj sem nú hefur keypt til baka ferðaskrifstofuna sem hann seldi Andra Má Ingólfssyni árið 2005.

Arion banki seldi nýverið meirihluta sinn í dönsku ferðaskrifstofunni Bravo Tours. Sú var áður hluti af Primera Travel samsteypunni sem Andri Már Ingólfsson átti en bankinn tók yfir í hittifyrra. Meðal nýju eigendanna er Daninn Peder Hornshøj sem stofnaði Bravo Tours árið 1998 og stýrði henni öll þau ár sem hún var í eigu Andra Más og síðar Arion banka.

„Ég hef ekkert nema gott að segja um samstarfið við Íslendingana. Það hefur verið ánægjulegt í gegnum öll þessi ár. Hugarfar okkar er jú næstum því það sama,“ segir Hornshøj þegar Túristi spyr hann út í samstarfið við Íslendingana.

Daninn bætir því við að hann geti ekki annað en hrósað starfsmönnum Arion banka sem tóku við eignarhaldinu sumarið 2019.

„Þetta hefur verið frábær samvinna sem hefur einkennst af trausti og virðingu frá báðum hliðum með það að markmiði að gera það besta sem hægt er fyrir Bravo Tours.“

Auk þess að veita Bravo Tours forstöðu þá leiddi Hornshøj eignarhaldsfélagið Travelco Nordic en það félag hélt utan um ferðaskrifstofur Primera Travel Group á hinum Norðurlöndunum. Þar á meðal Heimsferðir á Íslandi og Hornshøj fékk því innsýn inn í íslenskan ferðaskrifstofurekstur.

Sérðu tækifæri fyrir Bravo Tours á íslenska markaðnum?

„Bravo Tours er ekki með nein áform um að koma sér fyrir á Íslandi. Við eigum í góðu samstarfi við okkar gamla systurfélag, Heimsferðir. Við miðlum af og til af reynslu okkar í báðar áttir og erum ennþá með marga sameiginlega samstarfsfélaga á áfangastöðunum. Við erum á engan hátt í samkeppni og það er gott að geta hjálpast að,“ segir Hornshøj.

Spurður um muninn á því að reka ferðaskrifstofu á Íslandi og Danmörku þá bendir Hornshøj á hversu fámennið hér á landi getur flækt reksturinn.

„Mér þykir það aðdáunarvert hvernig Heimsferðir ná að lesa í íslenska markaðinn. Það er nefnilega stór munur á því að selja ferðir til 5,7 milljóna Dana eða 370 þúsund Íslendinga. Tómas Gestsson og hans fólk hjá Heimsferðum er mjög fært í því að aðlaga sig að markaðnum með því sýna sveigjanleika. Það krefst þess að þau séu miklu meira með smáatriðin á hreinu en við í Danmörku. Hjá Bravo Tours setjum við í sölu fimm ferðir í viku til Costa del Sol yfir 26 til 27 vikna tímabil og svo gerum við ekki svo miklar breytingar. Á Íslandi þarf næstum að handstýra hverri einustu brottför og laga sig að markaðnum viku fyrir viku. Í þessu eru þau ótrúlega fær hjá Heimsferðum,“ útskýrir sá danski að lokum.

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …