Flóknara að reka íslenska ferðaskrifstofu en danska

Ferðaskrifstofan Bravo Tours í Danmörku er ein sú stærsta þar í landi. Nú er hún ekki lengur í eigu Íslendinga.

„Á Íslandi þarf næstum að handstýra hverri einustu brottför og laga sig að markaðnum viku fyrir viku. Í þessu eru þau ótrúlega fær í hjá Heimsferðum," segir Peder Hornshøj sem nú hefur keypt til baka ferðaskrifstofuna sem hann seldi Andra Má Ingólfssyni árið 2005. MYND: BRAVO TOURS

Arion banki seldi nýverið meirihluta sinn í dönsku ferðaskrifstofunni Bravo Tours. Sú var áður hluti af Primera Travel samsteypunni sem Andri Már Ingólfsson átti en bankinn tók yfir í hittifyrra. Meðal nýju eigendanna er Daninn Peder Hornshøj sem stofnaði Bravo Tours árið 1998 og stýrði henni öll þau ár sem hún var í eigu Andra Más og síðar Arion banka.

„Ég hef ekkert nema gott að segja um samstarfið við Íslendingana. Það hefur verið ánægjulegt í gegnum öll þessi ár. Hugarfar okkar er jú næstum því það sama," segir Hornshøj þegar Túristi spyr hann út í samstarfið við Íslendingana.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.