Samfélagsmiðlar

Segir líka þörf á gæðagistingu við flugvelli

Hjónin Steinþór Jónsson og Hildur Sigurðardóttir í nýju Versace móttökunni á Hótel Keflavík og Diamond Suites.

Það var fullbókað bæði á Hótel Keflavík og fimm stjörnu Diamond Suites í september og Steinþór Jónsson, sem hefur rekið hótelið ásamt fjölskyldu sinni í 35 ár, skrifar þann góða árangur að hluta til á að hafa aldrei lokað á gestina í heimsfaraldrinum.

„Með því að hafa opið tókst okkur bæði að ná betri rekstrarárangi og halda í föstu viðskiptavinina sem hefðu annars ekki átt í önnur hús að vernda. Þú berð líka ákveðna ábyrgð að þjóna flugvellinum þó á móti blási tímabundið. Ég er persónulega stoltur af okkar áherslum og árangri með að auka gæðin verulega á þessum óvissutímum og fjárfesta frekar en að leggjast í kör,” útskýrir Steinþór.

Hann bendir jafnframt á að auking herbergjanýting núna tengist uppbyggingu hótelsins síðustu ár. 

„Eftirspurn eftir gæðum hefur margfaldast. Fólk leitar nú mikið oftar eftir lúxus hóteli með góðum veitingastað frekar en stöðluðum flugvallarhótelum enda eðlilegt að vilja gera vel við sig við komu eða brottför hverjar ferðar. Opnun lúxus veitingastaðarins, KEF Restaurant, sem stenst fullan samanburð við bestu veitingastaði í miðborg Reykjavík, var svo ákvörðun sem skilaði þeim auka tekjum sem við þurftum til að ná að skila hagnaði á síðasta ári. Þegar hótelgestir voru færri fylltu bæjarbúar þau 150 sæti sem í boði voru og fleyttu okkur yfir erfiðasta hjallann. Tenging nafnsins við KEF gerði svo restina og mun gera það áfram,” segir Steinþór og vísar í tenginguna við Keflavíkurflugvöll.

Spurður hvort Íslendingar á leið í millilandaflug séu stækkandi kúnnahópur nú þegar landinn er farinn að streyma til útlanda á ný þá segir Steinþór að svo sé. 

„Komur og brottfarir árla dags á Keflavíkurflugvelli hafa án efa aukið eftirspurnina og það mun koma betur í ljós þegar fleiri flugfélög auka ferðir til Íslands. Þá er mikilvægt að þjónustan sé til staðar allan sólarhringinn og þar ætlum við okkur stóra hluti.”

Steinþór bendir jafnframt á að nálægðin við Keflavíkurflugvöll gagnist hótelum á Suðurnesjum á fleiri vegu. 

„Það voru herhópar á landinu í haust sem gistu á hótelum hér í kring sem buðu oft mjög lágt verð. Það næst oft ekki góð nýting nema með því að bjóða afslætti sem þessir hópar geta nýtt sér,” segir Steinþór að lokum.

Nýtt efni

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …