Það tókst aðeins að selja um helming sætanna í áætlunarflugi Play í júlí, ágúst og september. Tekjur félagsins á þessum þriðja fjórðungi ársins voru því lægri en gert var ráð fyrir. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að það hefði litlu breytt að lækka fargjöldin í sumar til að fá fleiri um borð.