Samfélagsmiðlar

Segir nógu mikið á tankinum hjá Play fyrir nokkrar sveiflur

Núna eru sæti fyrir 192 farþega í þotum Play en sætunum verður fjölgað fyrir næsta sumar staðfestir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Plássið verður þó ekki nýtt til hins ýtrasta að hans sögn.

Það tókst aðeins að selja um helming sætanna í áætlunarflugi Play í júlí, ágúst og september. Tekjur félagsins á þessum þriðja fjórðungi ársins voru því lægri en gert var ráð fyrir. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að það hefði litlu breytt að lækka fargjöldin í sumar til að fá fleiri um borð.

„Það var bara enginn í hylnum ef svo má segja. Við vorum með rosalega lág verð en það var enginn að bíta á,” útskýrir Birgir. Verðlagningin var ekki breytan sem skýrir afhverju sætanýtingin í flugi félagsins hafi verið lægri en stefnt var að. Þar hafi lítil eftirspurn vegið þyngst að mati forstjórans.

Hann bendir þó að Play hefur náð góðri hlutdeild í flugi milli Íslands og Spánar eins og Túristi hefur fjallað um. Aftur á móti hafi flug til Parísar og Berlínar dregið nýtinguna niður í sumar og í haust en þar sé farið að hitna í kolunum. 

„Ég lít á það sem sigur að hafa náð svona hárri hlutdeild á stuttum tíma í Spánarfluginu. Við komum inn á markaðinn þegar fólk er að byrja að ferðast aftur. Ég skil því alveg að margir spyrji sig hvort þeir eigi að velja nýtt flugfélag eða þetta gamla góða. Mér finnst því frábært að við náðum svona stórum hluta af markaðnum hratt.”

Veturinn vanalega þungur í fluginu

Tap Play á þriðja fjórðungi þessa árs, júlí til september, nam 1,4 milljörðum króna samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í lok síðustu viku. Framundan eru svo ársfjórðungar sem hingað til hafa einkennst af taprekstri í evrópskum fluggeira. Það er því mikilvægt að næsta sumar gangi vel, bæði hjá Play og öðrum flugfélögum. Sérstaklega í ljósi þess að nýliðið sumar einkenndist af neikvæðum áhrifum heimsfaraldursins.

Ef næsta sumarvertíð stendur ekki undir væntingum myndir þú þá treysta Play til að fara inn í næsta vetur með aðeins það fé sem þið hafið í dag? 

„Já, því eins og við höfum bent á þá er fjárhagslega staða okkar sterk. Við erum í raun skuldlaust félag og höfum nógu mikið á tankinum til að taka nokkrar sveiflur,” segir Birgir og vísar til þess að félagið sé í dag um 10 milljarða í lausafé.

Fleiri sæti í þoturnar

Frá því að Play hóf áætlunarflug í sumar þá hefur félagið nýtt þrjár Airbus A321 þotur með sæti fyrir 192 farþega. Það er þó pláss fyrir fleiri sætaraðir í þessari gerð flugvéla þó það sé mismunandi eftir útfærslum.

Hvenær á að bæta við sætum?

„Þegar Bandaríkjaflugið hefst þá fjölgum við sætum og vélarnar sem við fáum í vor eru í raun með fleiri sætum. Við ætlum hins vegar ekki að bjóða upp á stærri sæti. Núna eru í raun allir farþegar að fá bestu vöruna, þ.e. mesta fótaplássið. En í framtíðinni verður það þannig að þú getur borgað fyrir þetta sætabil sem er núna. Það verður þá mismunandi bil á milli sætaraða,” útskýrir Birgir.

Hann er þó ekki tilbúinn til að gefa það upp hversu mörgum sætum verður bætt við en segir að plássið verði ekki nýtt til hins ýtrasta.

„Við erum með miklu lengri flugleggi og getum ekki fullnýtt plássið. Það verður að vera meira sætabil en hjá þessum hörðustu lágfargjaldafélögum. Minnsta plássið hjá okkur verður bara álíka og það er hjá Icelandair, 28 til 29 tommur.”

Hærri leigugreiðslur frá áramótum

Nú í heimsfaraldrinum hefur framboð á farþegaþotum aukist og leiguverð lækkað í takt við það. Play hefur til að mynda aðeins greitt leigu sem miðast við hverja klukkustundsem þoturnar eru í notkun. Þar með fær leigusalinn engar greiðslur þegar þoturnar standa á Keflavíkurflugvelli. Frá og með áramótum þarf Play hins vegar að borga fasta leigu á mánuði. Það verður þó ekki til þess að flugáætlunin verði aukin til muna strax í byrjun næsta árs.

En hvað með leigugreiðslurnar. Verða þær t.d. tvöfalt hærri í janúar en núna í desember? 

„Nei, nei en það kemur inn auka kostnaður,” segir Birgir en segist ekki vera með í hausnum nákvæmlega hver breytingin verður. Hann bendir að lokum á að kjörin á þotunum sem Play fær í vor verði sveigjanleg til að byrja með líkt og raunin hafi verið með þoturnar þrjár sem eru í flota félagsins í dag.

Sem fyrr segir var sætanýtingin í flugi Play í sumar og september rétt innan við helmingur. Í október hækkað nýtingin aftur a móti umtalsvert eða upp í 68 prósent. Þá flutti félagið um 25 þúsund farþega og hafa þeir þá samtals verið 68 þúsund í ár. Samkvæmt sviðsmynd sem kynnt var í tengslum við hlutafjárútboð félagsins í sumarbyrjun var stefnt að 142 þúsund farþegum í ár. Ljóst er að svo margir verða þeir ekki.

Nýtt efni

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …