Flugáætlun Play eftir áramót er ekki eins umsvifamikil og lagt var upp með líkt og Túristi greindi frá í gær. Skýringin á því er sú að framboðið hefur hefur verið lagað að minni eftirspurn. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að þar stefni í að flugáætlunin á fyrsta fjórðungi næsta árs verði um 70 prósent af því sem var á sama tíma árið 2019.