Setja Íslandsflug á dagskrá á ný

Frá og með vetrarlokum verður á ný hægt að fljúga héðan með Finnair ti Helsinki. Hvort grímunotkun verður þá ennþá skylda á eftir að koma í ljós. Mynd: Markus Kontiainen / Finnair

Áður en heimsfaraldurinn hófst þá flugu þotur Finnair hingað frá Helsinki allt að daglega og um borð var fjöldi asískra ferðamanna því finnska flugfélgið stórtækt í flugi til Austurlanda fjær. Íslandsflug Finnair hefur hins vegar verið í dvala frá því að fyrsta Covid-19 bylgjan skall á heimsbyggðinni.

Nú sjá Finnarnir hins vegar tækifæri í að hefja sölu á áætlunarflugi til Íslands á nýjan leik og fyrsta ferð til Keflavíkurflugvallar er á dagskrá í lok mars en þá hefst sumaráætlun evrópska fluggeirans formlega. Það er þó ekki gert ráð fyrir tíðum ferðum, aðeins einni til tveimur í viku til að byrja með og svo fjórum í viku yfir sumarið.

Auk Finnair þá hefur Icelandair haldið úti beinu flugi milli Íslands og finnsku höfuðborgarinnar.


Viltu prófa áskrift að Túrista? Þú færð 30 daga áskrift á 300 krónur með því að nota afsláttarkóðann „300“ þegar þú pantar áskrift. Fullt verð í framhaldinu (2.650 kr.) en alltaf hægt að segja upp.