Skíðaflugið í lok febrúar hefur hækkað mest

Frá Obertauern skíðasvæðinu, 90 kílómetrum sunnan við Salzburg flugvöll. © SalzburgerLand Tourismus

Af fargjöldunum að dæma þá setja flestir stefnuna á austurísku Alpana í þriðju og fjórðu viku febrúar á næsta ári. Þá er nefnilega mun dýrara að fljúga til Salzburg með Icelandair og Play en hinar vikurnar. Athygli vekur að fargjöldin í fyrri vikunni hafa lækkað töluvert frá síðustu könnun Túrista sem gerð var fyrir mánuði síðan.

Aftur á móti hefur farmiðaverðið hækkað í síðustu viku febrúar. Hjá Play nemur hækkunin um sjötíu af hundraði og þeir sem bóka far með því félagi í dag borga meira fyrir að innrita farangur og skíðabúnað en áður.