Icelandair hefur um langt árabil boðið upp á tíðar ferðir til Amsterdam og í næstu viku er jómfrúarferð Play til höfuðborgar Hollands á dagskrá. Þar í borg komst Wow Air líka á gott skrið og flaug þangað tvisvar á dag líkt og Icelandair.
Þrátt fyrir þessa miklu umferð frá Keflavíkurflugvelli þá hefur KLM, stærsta flugfélag Hollands, látið Íslandsflug eiga sig.