Stjórnarformaðurinn bætir við bréfum

MYND: ICELANDAIR

Guðmundur Hafsteinsson, stjórnarformaður Icelandair Group, keypti í dag nærri 5,6 milljónir hluta í félaginu fyrir nærri 9,8 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Fyrir átti Guðmundur þrjár milljónir hluta sem hann keypti í vor á genginu 1,6 krónur á hlut. Kaupin í dag voru hins vegar gerð á genginu 1,76 kr.

Guðmundur tók við sem stjórnformaður Icelandair Group í sumar þegar Úlfar Steindórsson, þáverandi stjórnarformaður, vék úr stjórninni til að hleypa fulltrúa stærsta hluthafans, Bain Capital, að stjórnarborðinu.