Taka upp þráðinn í flugi frá Tékklandi

Frá vetrarlokum verður á ný hægt að fljúga beint héðan til Prag.

Frá Prag. Mynd: Alejandro Cartagena / Unsplash

Það er löng hefð fyrir áætlunarflugi Czezh Airlines frá Prag til Íslands en ekkert annað flugfélag býður upp á ferðir á þessari leið. Og næsta sumar munu farþegar á leið héðan til höfuðborgar Tékklands hafa úr þremur ferðum í viku að velja með tékkneska flugfélaginu frá byrjun apríl og fram til loka október.

Í öllum tilvikum er lagt í hann frá Keflavíkurflugvelli klukkan hálf tvö um nótt og lent tæpum fjórum tímum síðar í Prag. Þá er klukkan rúmlega sjö að morgni á tékkneskum tíma.