Tapið 1,4 milljarðar fyrstu 9 mánuðina

Birgir Jónsson er forstjóri Play.

Rekstur Play á þriðja ársfjórðungi var undir væntingum vegna áhrifa COVID-19 á tekjur félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Tap félagsins fyrstu níu mánuði ársins nam 10,8 milljónum dollara eða um 1,4 milljörðum kr.

„Fjárhagsstaða Play er sterk og lausafé mikið sem gerir félaginu kleift að fylgja viðskiptaáætlun sinni á komandi mánuðum þegar innviðir eru undirbúnir fyrir flug til Norður-Ameríku. Eigið fé  þann 30. september var 77 milljónir bandaríkjadollara (um 10 milljarðar kr.) sem jafngildir 29,2% eiginfjárhlutfalli,“ segir í tilkynningu.

Þar kemur jafnframt fram að framundan sé vöxtur í flugáætlun með nýjum áfangastöðum í Evrópu og í Bandaríkjunum og tengiflugi milli heimsálfanna tveggja.

Í dag starfa 135 starfsmenn hjá PLAY.