Vara líka við ferðalögum til Danmerkur og Þýskalands

Ný bylgja kórónaveirufaraldursins gengur nú yfir Evrópu og Bandarikjamenn eru beðnir um að halda sig fjarri.

Frá flugvellinum í Kaupmannahöfn. Mynd: CPH

Það var í síðustu viku sem Ísland bættist í flokk þeirra ríkja sem bandaríska utanríkisráðuneytið mælist gegn því að ferðast sé til. Skýringin liggur í fjölgun Covid-19 smita. Í gær var svo viðvöruninni „Do not travel“ bætt við heiti Danmerkur og Þýskalands á heimasíðu bandarísku utanríkisþjónustunnar.

Þar með eru flest lönd í Evrópu komin í þennan efsta áhættuflokk hjá Bandaríkjamönnum en þó ekki Ítalía, Svíþjóð, Spánn, Frakkland og Finnland.


Þú færð aðgang að öllum greinum Túrista í 90 daga fyrir 900 krónur með því að nota afsláttarkóðann „900″ þegar þú pantar áskrift. Í framhaldinu fullt mánaðarverð (2.650 kr.) en alltaf hægt að segja upp.