Verð á jólabjór hefur annað hvort hækkað eða staðið í stað en ekki lækkað

frihofnin

Ef þú átt leið um Fríhöfnina í Leifsstöð á næstunni og vilt taka með þér jólabjór úr komuversluninni þá geturðu valið á milli fjórtán tegunda af þessu árstíðabundna öli. Úrvalið er álíka og það var fyrir jólin 2019. Nokkrar nýjar tegundir hafa bæst við en aðrar verið teknar úr sölu.

Verðið á þeim sem eftir standa er óbreytt í fjórum tilfellum en hins vegar þarf að borga meira fyrir sjö bjórtegundir núna. Þetta sýnir samanburður á verðkönnunum Túrista fyrir jólin 2019 og aftur nú.

Hækkunin er mest á Föroya Jólabryggj sem er núna rúmlega fimmtungi dýrari. Verð á Hvítum jólum og Tuborg jólaöli hefur einnig farið álíka hátt upp á við.

Þess ber að geta að Tuborg jólaöl og Jóla Gull er nú selt í tíu dósa pakkningum.


Þú færð aðgang að öllum greinum Túrista í 30 daga fyrir 300 krónur með því að nota afsláttarkóðann „300″ þegar þú pantar áskrift. Í framhaldinu fullt mánaðarverð (2.650 kr.) en alltaf hægt að segja upp.