Samfélagsmiðlar

Verðlauna Icelandic Lava Show

Frá afhendingu Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar 2021. Eliza Reid, forsetafrú og
Bjarnheiður Hallsdóttur, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar ásamt fulltrúum Icelandic Lava
Show þeim Ragnhildi Ágústsdóttur, stofnanda og eins eiganda Icelandic Lava Show, Hildi
Árnadóttur og Ragnari Þóri Guðgeirssyni.

Icelandic Lava Show hlaut Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2021. Samtök ferðaþjónustunnar afhenda verðlaunin á afmælisdegi samtakanna, 11. nóvember ár hvert.

SAF afhenda Nýsköpunarverðlaun fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan samtakanna til nýsköpunar samkvæmt því sem segir í tilkynningu. Verðlaununum er ætlað að hvetja frumkvöðla landsins til dáða í ferðaþjónustu. Þetta er í átjánda skipti sem SAF veita nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar en þetta árið bárust 14 tilnefningar í samkeppninni um verðlaunin.

„Icelandic Lava Show er einstök sýning á heimsvísu þar sem hraun frá Kötlugosinu 1918 er brætt upp í 1100 gráðu hita og því hellt inn í sýningarsal fullum af fólki. Áhorfendur fá þannig tækifæri til að komast í návígi við bráðið hraun með öruggum hætti. Upplifunin er sannkölluð veisla fyrir skynfærin. Að sjá rauðglóandi hraunið renna inn í salinn, heyra það snarka, finna lyktina en umfram allt skynja ótrúlegan hitann sem stafar frá hrauninu er hreint magnað,“ segir í tilkynningu.

Hugmyndin að sýningunni kviknaði þegar stofnendurnir, hjónin Ragnhildur Ágústsdóttir og Júlíus Ingi Jónsson, fóru upp að gosinu á Fimmvörðuhálsi vorið 2010 og sáu þar hraunfossinn í fullkominni andstöðu við kolsvart storknandi hraunið og hrímhvítan snjóinn. Þau urðu uppnumin og strax þá kviknaði hugmyndin að því hvernig væri hægt að endurskapa þessar magnþrungnu aðstæður þar sem áherslan yrði á sérstöðu Íslands, samspil elds og íss, fræðslu og að gera fólki kleyft að upplifa rauðglóandi hraun í návígi með öruggum hætti.

Eftir mikla undirbúningsvinnu opnaði Icelandic Lava Show loksins haustið 2018, í Vík í Mýrdal. Sýningin er til húsa í gamla hluta bæjarins, að Víkurbraut 5, í uppgerðu húsi gamla kaupfélagsins. Icelandic Lava Show er fjölskyldurekið frumkvöðlafyrirtæki í ferðaþjónustu og hefur frá upphafi verið byggt upp á hugkvæmni og útsjónarsemi stofnendanna sem hefur reynst vel á tímum Covid-19.

Á dögunum voru svo kynnt áform fyrirtækisins um nýja sýningu á Granda í Reykjavík samhliða nýjum hluthöfum í félaginu. Með tíð og tíma er stefnan síðan tekin út fyrir landssteinana með íslenskt hugvit og framkvæmdagleði að leiðarljósi þar sem opnuð verða Lava Show á heitum reitum víðsvegar um heiminn, t.d. á Havaí, Kanaríeyjum, Ítalíu og í Japan.

„Við erum alveg í skýjunum með þessa viðurkenningu og lítum á verðlaunin sem hvatningu til að halda áfram að vaxa og dafna,“ segir Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi og einn eigenda Icelandic Lava Show.

„Eins og allir þekkja sem hafa farið í gegnum stofnun fyrirtækis, þá er það hlykkjóttur vegur varðaður ótal hindrunum. Það á ekki síst við þegar um nýsköpun er að ræða. Mörgum þótti hugmyndin brjálæðisleg en okkur tókst að hrinda henni í framkvæmd í Vík í Mýrdal með mikilli vinnu og elju. Þetta hefur alls ekki verið auðveld vegferð en lærdómsrík og við erum afskaplega stolt af því að geta lagt okkar af mörkum til að auðga íslenska ferðaþjónustu. Viðtökurnar hafa verið stórkostlegar og næsta skref er að opna lava show á fleiri stöðum,“ segir Ragnhildur.

Nýtt efni

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …