Samfélagsmiðlar

Verðlauna Icelandic Lava Show

Frá afhendingu Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar 2021. Eliza Reid, forsetafrú og
Bjarnheiður Hallsdóttur, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar ásamt fulltrúum Icelandic Lava
Show þeim Ragnhildi Ágústsdóttur, stofnanda og eins eiganda Icelandic Lava Show, Hildi
Árnadóttur og Ragnari Þóri Guðgeirssyni.

Icelandic Lava Show hlaut Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2021. Samtök ferðaþjónustunnar afhenda verðlaunin á afmælisdegi samtakanna, 11. nóvember ár hvert.

SAF afhenda Nýsköpunarverðlaun fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan samtakanna til nýsköpunar samkvæmt því sem segir í tilkynningu. Verðlaununum er ætlað að hvetja frumkvöðla landsins til dáða í ferðaþjónustu. Þetta er í átjánda skipti sem SAF veita nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar en þetta árið bárust 14 tilnefningar í samkeppninni um verðlaunin.

„Icelandic Lava Show er einstök sýning á heimsvísu þar sem hraun frá Kötlugosinu 1918 er brætt upp í 1100 gráðu hita og því hellt inn í sýningarsal fullum af fólki. Áhorfendur fá þannig tækifæri til að komast í návígi við bráðið hraun með öruggum hætti. Upplifunin er sannkölluð veisla fyrir skynfærin. Að sjá rauðglóandi hraunið renna inn í salinn, heyra það snarka, finna lyktina en umfram allt skynja ótrúlegan hitann sem stafar frá hrauninu er hreint magnað,“ segir í tilkynningu.

Hugmyndin að sýningunni kviknaði þegar stofnendurnir, hjónin Ragnhildur Ágústsdóttir og Júlíus Ingi Jónsson, fóru upp að gosinu á Fimmvörðuhálsi vorið 2010 og sáu þar hraunfossinn í fullkominni andstöðu við kolsvart storknandi hraunið og hrímhvítan snjóinn. Þau urðu uppnumin og strax þá kviknaði hugmyndin að því hvernig væri hægt að endurskapa þessar magnþrungnu aðstæður þar sem áherslan yrði á sérstöðu Íslands, samspil elds og íss, fræðslu og að gera fólki kleyft að upplifa rauðglóandi hraun í návígi með öruggum hætti.

Eftir mikla undirbúningsvinnu opnaði Icelandic Lava Show loksins haustið 2018, í Vík í Mýrdal. Sýningin er til húsa í gamla hluta bæjarins, að Víkurbraut 5, í uppgerðu húsi gamla kaupfélagsins. Icelandic Lava Show er fjölskyldurekið frumkvöðlafyrirtæki í ferðaþjónustu og hefur frá upphafi verið byggt upp á hugkvæmni og útsjónarsemi stofnendanna sem hefur reynst vel á tímum Covid-19.

Á dögunum voru svo kynnt áform fyrirtækisins um nýja sýningu á Granda í Reykjavík samhliða nýjum hluthöfum í félaginu. Með tíð og tíma er stefnan síðan tekin út fyrir landssteinana með íslenskt hugvit og framkvæmdagleði að leiðarljósi þar sem opnuð verða Lava Show á heitum reitum víðsvegar um heiminn, t.d. á Havaí, Kanaríeyjum, Ítalíu og í Japan.

„Við erum alveg í skýjunum með þessa viðurkenningu og lítum á verðlaunin sem hvatningu til að halda áfram að vaxa og dafna,“ segir Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi og einn eigenda Icelandic Lava Show.

„Eins og allir þekkja sem hafa farið í gegnum stofnun fyrirtækis, þá er það hlykkjóttur vegur varðaður ótal hindrunum. Það á ekki síst við þegar um nýsköpun er að ræða. Mörgum þótti hugmyndin brjálæðisleg en okkur tókst að hrinda henni í framkvæmd í Vík í Mýrdal með mikilli vinnu og elju. Þetta hefur alls ekki verið auðveld vegferð en lærdómsrík og við erum afskaplega stolt af því að geta lagt okkar af mörkum til að auðga íslenska ferðaþjónustu. Viðtökurnar hafa verið stórkostlegar og næsta skref er að opna lava show á fleiri stöðum,“ segir Ragnhildur.

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …