1.999 fleiri vegabréf

vegabref 2
Mynd: Þjóðskrá

Að jafnaði voru tíu ný vegabréf gefið út í nóvember í fyrra eða samtals 291 allan mánuðinn. Í nýliðnum nóvember nam útgáfan hins vegar 2.290 vegabréfum eða um 76 á dag.

Þetta er aðeins minna en mánuðinn á undan en þó meira en í ágúst og september í ár eins og sjá má á línuriti Þjóðskrár sem sér um útgáfu nýrra vegabréfa.