Aðeins bólusettir fái að fljúga

Flugstöðin í Portland í Oregon fylki. Mynd: PDX

Anthony Fauci, yfirmaður ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, telur að stjórnvöld þar í landi ættu að íhuga að setja kröfu um að eingöngu þeir bólusettu geti flogið innanlands. Þess háttar skilyrði geti nefnilega orðið til þess að fækka þeim óbólusettu vestanhafs en rétt um sex af hverjum tíu Bandaríkjamönnum eru fullbólusettir við Covid-19. Um fimmtungur fullorðinna hefur fengið örvunarskammt.

Máli sínu til stuðnings vísaði Fauci til þess að erlendum ferðamönnum er aðeins hleypt inn fyrir bandarísk landamæri ef þeir geta sýnt fram á bólusetningu við Covid-19.