Þrátt fyrir að Spánn sé næst vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu þá hefur útgerð Icelandair þar í landi oft takmarkast við áætlunarflug til Madrídar yfir hásumarið. Barcelona hefur til að mynda ekki átt fastan sess í áætlun félagsins og flugferðirnar til Alicante og Kanaríeyja hafa verið á vegum íslenskra ferðaskrifstofa en ekki flugfélagsins sjálfs.