Bilið minnkar hjá Icelandair

Að jafnaði voru sjö af hverjum tíu sætum skipuð farþegum í þotum Icelandair í nóvember. MYND: ICELANDAIR

Það voru 151 þúsund farþegar sem flugu með Icelandair til og frá Íslandi í nóvember. Það er 58 prósent af þeim fjölda sem flaug með félaginu í sama mánuði árið 2019 þegar Covid-19 var ennþá óþekkt fyrirbæri. Þetta er meiri bati en verið hefur hingað til á árinu.

Í október hafði Icelandair náð tilbaka 53 prósentum af farþegahópnum frá sama tíma í hittifyrra en mánuðina þar á undan voru farþegarnir ríflega helmingi færri en áður var eins og sjá má á grafinu hér fyrir neðan.

Þú færð aðgang að öllum greinum Túrista í 30 daga fyrir 300 krónur með því að nota afsláttarkóðann „300″ þegar þú pantar áskrift. Í framhaldinu fullt mánaðarverð (2.650 kr.) en alltaf hægt að segja upp.