Ein af auglýsingum ársins

Jörundur Ragnarsson í hlutverki sínu í Icelandverse auglýsingu Inspired by Iceland. Mynd: Inspired by Iceland

Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, er meðal þeirra sem hrifist hefur af Icelandverse auglýsingu Íslandsstofu sem frumsýnd var nýverið. Þar er góðlátlegt grín gert að Zuckerberg sjálfum og sýn hans á samskipti fólks í framtíðinni.

Þessi auglýsing Íslandsstofu hefur fengið mikið umtal í erlendum fjölmiðlum og fagfólk í markaðs- og auglýsingamálum er ekki síður hrifið. Núna er Icelandverse til að mynda á lista tímaritsins Adweek yfir 25 bestu auglýsingar ársins. Á þeim lista eru herferðir á vegum margra þekktustu vörumerkja í heimi.