Einn stærsti hluthafi Play er nýr á topplistanum hjá Icelandair

MYND: Vancouver Airport

Túristi greindi frá því fyrr í dag að lífeyrissjóðurinn Gildi hefði bætt við hlut sinn í Icelandair en aftur á móti hefði hlutur tveggja stórra einkafjárfesta minnkað. Þar kom líka fram að lífeyrissjóðurinn Birta og Lífeyrissjóður Vestmannaeyja hefðu selt hlutabréf að undanförnu.

Þessi frétt byggði á hluthafalista sem Icelandair birti á heimasíðu sinni í gær. Sá listi reyndist vera rangur en það uppgötvaðist fyrst þegar Túristi birti frétt sína. Nú hefur Icelandair birt nýjan lista yfir tuttugu stærstu hluthafanna og samkvæmt honum þá hefur ekki orðið nein breyting á hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna þriggja í Icelandair Group síðustu 30 daga.

Bretinn John Shrimpton hefur heldur ekki selt neitt af sínum bréfum líkt og halda mátti miðað við fyrirliggjandi upplýsingar.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.