Farmiðarnir lækkað um helming

Frá Salzburg en þangað munu þotur Icelandair og Play fljúga eftir áramót. Mynd: Anthony Hill / Unsplash

Bæði Icelandair og Play ætla að bjóða upp á flugferðir til Salzburg í Austurríki í tengslum við skíðavertíðina eftir áramót. Þotur flugfélaganna beggja munu leggja í hann á laugardagsmorgnum og af fargjöldunum að dæma gekk sala á þessum flugferðum vel í haust. Sérstaklega í ferðirnar 12. til 19. febrúar og 19. til 26. febrúar.

Ódýrustu sætin í fyrri ferðina voru til að komin yfir eitt hundrað þúsund hjá báðum flugfélögum samkvæmt könnun Túrista í lok október.

Núna er staðan allt önnur eins og sjá má hér fyrir neðan. Fargjöldin í þessar ferðir í febrúar hafa lækkað um rúmlega helming hjá Play og litlu minna í flug Icelandair í lok febrúar.

Verðkönnun Túrista í dag leiðir hins athugun dagsins þá hefur farmiðaverðið lækkað gríðarlega í ferðirnar í seinnihluta febrúar.

Farþegi sem bókar í dag flugmiða með annað hvort Icelandair eða Play til Salzburg í febrúar borgar því tugum þúsundum minna en sá sem gekk frá bókun fyrir mánuði síðan.

Ein af skýringunum á þessum miklu verðlækkunum í febrúar gæti skrifast á útgöngubann sem sett var á í Austurríki í lok nóvember. Sú aðgerð hefur mögulega dregið úr fjölda bókana þrátt fyrir að skíðasvæðin í Salzburg séu nú opin á nýjan leik.