Fella niður flug vegna bókunarstöðu

Frá flugvellinum í Munchen. Mynd: Munchen Airport

Ekkert varð af áætlunarferð Icelandair til Munchen í Þýskalandi morgun. Þess í stað fengu farþegarnir sæti í þotu Icelandair sem flaug til Frankfurt. Þaðan verður fólkinu flogið áfram til höfuðstaðs Bæjaralands í áætlunarflugi Lufthansa.

Skýringin á því Icelandair felldi niður flugið til Munchen liggur í bókunarstöðunni samkvæmt svari frá flugfélaginu við fyrirspurn Túrista. Það er einnig ástæða þess að seinni ferð flugfélagsins til London á sunnudaginn var aflýst.

Ferð Icelandair til Munchen á fimmtudaginn er á áætlun og ekki liggur fyrir fækkun ferða til London að því segir í svari frá flugfélaginu.