Forstjóraskipti hjá American Airlines

Robert Isom og Doug Parker. MYND: AMERICAN AIRLINES

Doug Parker sem leitt hefur bandaríska flugfélagið American Airlines undanfarin ár lætur af störfum í lok mars á næsta ári. Við keflinu tekur Robert Isom sem í dag er aðstoðarforstjóri flugfélagsins. Parker segir þó ekki skilið við American Airlines því hann sest í stól stjórnarformanns daginn sem hann hættir sem forstjóri. Þetta kemur fram í tilkynningu.

American Airlines bauð upp á áætlunarflug til Íslands frá Dallas í Texas sumarið 2017 og 2018. Ekkert varð hins vegar úr áformum félagsins um Íslandsflug frá Philadelphia. Það er þó ekki útilokað að sú flugleið verði í boði næsta sumar samkvæmt svörum frá American Airlines við fyrirspurn Túrista.


Þú færð aðgang að öllum greinum Túrista í 30 daga fyrir 300 krónur með því að nota afsláttarkóðann „300″ þegar þú pantar áskrift. Í framhaldinu fullt mánaðarverð (2.650 kr.) en alltaf hægt að segja upp.