Frakkar takmarka ferðir frá Bretlandi

Frá Heathrow flugvelli í London. Mynd: London Heathrow

Frá og með laugardeginum verða allir þeir sem ferðast frá Bretlandi til Frakklands að framvísa neikvæðum niðurstöðum úr Covid prófi við frönsku landamærin. Prófið verður að taka sólarhing fyrir brottför. Þetta kemur fram í frétt Guardian.

Til viðbótar hyggjast Frakkar takmarka þann fjölda ferðamanna sem kemur til landsins frá Bretlandi og í raun munu eingöngu Frakkar, búsettir í Bretlandi, og fjölskyldur þeirra fá að fara yfir landamærin. Almennir breskir ferðamenn munu því ekki komast til Frakklands en nánari útfærslur á þessum breytingum verða kynntar síðar í dag.