Norska lágfargjaldaflugfélagið Flyr hóf áætlunarflug í lok júní en markmið stjórnenda félagsins um fjölda farþega hafa ekki gengið eftir. Nú eftir áramót þarf félagið því að afla sér aukins hlutafjár en markaðsvirði félagsins er í dag rétt um þriðjungur af þvi sem var þegar hlutabréf félagsins voru skráð á markað í mars síðastliðnum.