Samfélagsmiðlar

Hversu þungt verður höggið fyrir evrópsk flugfélög?

Flugumferðin í Evrópu og yfir Atlantshafið hefur verið að aukast jafnt og þétt í ár. Nú er að sjá hvort nýtt afbrigði kórónuveirunnar dragi úr þeim bata eða ekki.

Fjöldi landa hefur tekið upp hertar ferðareglur til að hefta útbreiðslu ómíkrón afbrigðis kórónaveirunnar. Það ríkir því töluverð óvissa í evrópskum ferða- og fluggeira um hversu neikvæð áhrif þetta nýja afbrigði mun hafa. Greinendur stórbankans HSBC hafa teiknað upp þrjár ólíkar sviðsmyndir þar sem staðan er metin út frá því hversu vel eða illa bóluefnin ráða við ómíkrón.

Túristi fékk leyfi fyrir að birta hluta af niðurstöðunum.

Létt högg

Í ljós kemur að bóluefni koma í veg fyrir alvarleg veikindi vegna ómíkrón afbrigðisins. Stjórnvöld víða um heim draga því fljótlega í land með hertar aðgerðir og áhrifin á sölu ferðalaga næsta sumars verða lítil. Lausafjárstaða flugfélaga heldur því áfram að batna. Hins vegar verður ekki komið í veg fyrir minni sölu á ferðum nú í desemver og eftirspurn eftir skíðaferðum gæti orðið minni, alla vega í byrjun þeirrar vertíðar.

Þegar allt er samantekið þá seinkar batanum í flug- og ferðageiranum um einn ársfjórðung vegna þessarar mildu útgáfu af ómíkrón krísunni. Fjárfestar ættu því að vera þolinmóðir að mati greinenda HSBC.

Þyngra högg

Hér er horft til þess að bóluefnin ráði ekki nægjanlega vel við nýja afbrigðið. Ferðatakmarkanir verða því áfram hertar og munu gilda langt fram á fyrsta fjórðung næsta árs. Framboð á alþjóðaflugi gæti því aftur farið niður fyrir helming af því sem var fyrir heimsfaraldur. Í því samhengi má rifja upp að Icelandair stefnir á 70 prósent afköst eftir áramót.

Af þessu leiðir að eftirspurn eftir flugi verður lítil næstu vikur og ferðalög takmörkuð á fyrstu mánuðum næsta árs. Sala á páskaferðum verður dræm. Aftur á móti er í þessari sviðsmynd gert ráð fyrir að breytingar á bóluefnum skili fljótt árangri og sumarvertíð ferðageirans verði bjargað að mestu.

Ef þessi staða kæmi upp þá hefði hún í för með sér töluverðar fjárhagslegar áskoranir. Lausafjárstaða flugfélaga myndi veikjast, m.a. vegna endurgreiðslna á ferðum og uppgjörs á kostnaði sem stofnað var til áður en ómíkrón kom til sögunnar. Þar með kæmi á ný til tímabundinna uppsagna á starfsfólki.

Þau flugfélög í Evrópu sem talin voru standa vel fyrir ómíkrón munu koma sér í gegnum þessa kreppu en þau sem standa veikt gætu fallið að mati HSBC. Eins gæti þetta orðið til þess að stjórnvöld víða um heim verði að styðja enn frekar við fluggeirann, bæði með hlutafé, lánsfé eða styrkjum.

Þungt högg

Ef bóluefnin reynast gagnlaus í baráttunni við ómíkrón þá verða ferðatakmarkanir enn harðari á nýju ári og langvarandi. Framboð á millilandaflugi yrði um fjórðungur af því sem var árið 2019. Fjárhagslega yrði þetta gríðarlega áskorun fyrir evrópska fluggeirann og framtíð margra flugfélaga yrði í höndum ráðamanna. Flugfélög sem voru sterk fyrir ómíkrón þurfa að leita til hluthafa eftir auknu fé. Þau sem stóðu verr reiða sig á opinberan stuðning eða fara í þrot. Ef þessi dökka mynd verður að veruleika þá reikna greinendur HSBC með því að einhver þeirra nýju flugfélaga sem komið hafa inn á markaðinn muni falla vegna ófullnægjandi fjármögnunar og takmarkaðs opinbers stuðnings.

Ef áhrif ómíkrón verða þetta alvarleg þá má reikna með að bati evrópskra fluggeirans dragist um eitt ár í viðbót. Flugvellir og birgjar flugfélaga myndu einnig finna fyrir þessu þunga höggi.

Nýtt efni

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …