Íslendingar á faraldsfæti

Fram að síðustu mánaðamótum höfðu 186 þúsund íslenskir farþegar flogið frá Keflavíkurflugvelli. Það er langt frá því sem var fyrir heimsfaraldur en batinn hefur verið töluverður síðustu mánuði. Mynd: Isavia

Það voru fáir á faraldsfæti fyrstu mánuði ársins en allt frá því í sumar hafa Íslendingar ferðast í auknum mæli út fyrir landsteinana. Í nýliðnum nóvember fóru flugu nærri 34 þúsund Íslendingar frá Keflavíkurflugvelli en sá fjöldi jafnast á við nærri þrjá fórðu af því sem var í nóvember 2019.

Svo mikil hefur ferðagleði landans ekki verið í ár í samanburði við ástandið fyrir heimsfaraldur eins og sjá má á grafinu hér fyrir neðan.