Samfélagsmiðlar

Íslensk hótel ná stærri hlutdeild af norræna markaðnum

Gistinætur útlendinga eru víða um heim sá mælikvarði sem notaður er til að meta ganginn í ferðaþjónustunni. Það er nefnilega ekki einfalt að telja erlenda ríkisborgara við landamærin eins og gert er hér á landi.

Og nú liggja fyrir tölur frá Norðurlöndunum fimm um fjölda gistinátta útlendinga í september og október og þær leiða í ljós að samdrátturinn hér á landi og í Danmörku var töluvert minni en á hinum Norðurlöndunum.

Í heildina fækkaði gistinóttum útlendinga á hótelum um 31 prósent hér á landi í haust en um 32 prósent í Danmörku í samanburði við sama tíma árið 2019. Finnsk hótel fundu fyrir mun meiri niðursveiflu því þar fækkaði hótelnóttum erlendra ríkisborgara um sextíu prósent.

Í Noregi fækkaði gistingum útlendinga líka töluvert meira en hér á landi og þar með voru keyptar gistinætur á íslenskum hótelum fleiri en á þeim finnsku og norsku í haust. En hafa ber í huga að vægi innlendra gesta er miklu hærra hjá frændþjóðunum en hér á landi.

Þessi ólíka þróun milli landa gerir það að verkum að hlutdeild íslenska hótel á norræna hótelmarkaðnum fór úr upp í 17 prósent sem er aukning um þrjú prósentustig frá haustinu í hittifyrra eins og sjá má á neðra grafinu.

Nýtt efni

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …

Útlit er fyrir að það hægist aðeins um í ferðaþjónustunni á þessu ári miðað við hraðan vöxtinn á síðasta ári. Ísland endurheimti ferðafólkið hraðar eftir heimsfaraldurinn en flest önnur lönd en nú er hægari gangur í bókunum. Þar hafa eldsumbrotin á Reykjanesskaga sín áhrif en hátt verðlag hér á landi fælir líka einhverja frá. Á …