Ítalir herða ferðareglurnar

Þeir sem fljúga héðan til Mílanó á næstunni verða að fara í Covid-próf fyrir ferðalagið. Mynd: Matteo Raimondi / Unsplash

Stjórnvöld á Ítalíu hafa gefið út að frá og með morgundeginum verði allir þeir sem koma til landsins frá öðrum Evrópusambandsríkjum að framvísa neikvæðum niðurstöðum úr nýjum Covid prófi. Það dugar því ekki lengur að sýna bólusetningarvottorð við ítölsku landamærin. Þeir óbólusettu eiga að fara í fimm daga sóttkví.

Þessar nýju reglur gilda til að byrja með fram að áramótum en skýringin á þessum hertu aðgerðum liggur í aukinni útbreiðslu ómíkrón afbrigðisins.

Líkt og Túristi fjallaði um fyrr í vikunni þá stefnir í að fjöldi íslenskra skíðakappa muni ferðast til Ítalíu á nýju ári og eins býður Wizz Air upp á ferðir héðan til Mílanó og Rómar.