Stjórnvöld á Grænhöfðaeyjum þjóðnýttu flugfélagið Cabo Verde Airlines síðastliðið sumar. Hópur íslenskra fjárfesta átti þá 51 prósent hlut í fyrirtækinu og þar af fór dótturfélag Loftleiða, Loftleiðir Cabo Verde, fyrir 36 prósentum. Ríkissjóður Grænhöfðaeyja var stærsti einstaki hluthafinn því heimamenn héldu eftir 39 prósenta hlut þegar flugfélag eyjaklasans var einkavætt fyrir tveimur árum síðan með sölunni til Íslendinganna.