Mögulega slakað á ferðatakmörkunum

Þeir sem ferðast til Bretlands í dag þurfa í eingangur þar til að niðurstöður úr PCR prófi liggja fyrir. Mynd: Heathrow

Sérstakur fjárhagslegur stuðningur við fluggeirann og ferðaþjónustuna í Bretlandi er ekki til skoðunar í tengslum við hertari sóttvarnaraðgerðir við bresk landamæri. Þetta kom fram í máli Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands, á breska þinginu í gær.

Hann bætti því við besti stuðningurinn við ferðaþjónustuna væri einfaldlega sá að draga úr ferðatakmörkunum sem fyrst. Og það væri hægt að gera um leið og áhrif á ómíkrón afbrigðisins yrðu betur þekkt.

Frá og með byrjun þessa mánaðar hafa allir þeir sem ferðast til Bretlands þurft að fara í PCR-próf í síðasta lagi tveimur sólarhringum eftir komuna. Eins er gerð krafa um einangrun þangað til neikvæðar niðurstöður fást.