Nýir framkvæmdastjórar þurfa að sækja um innan sjö daga

Það verða sæti fyrir níu manns í nýrri framkvæmdastjórn Icelandair. Mynd: Icelandair

Það eru tveir stólar lausir í yfirstjórn Icelandair eftir að skipulag fyrirtækisins var stokkað upp í síðustu viku. Og nú hefur verið auglýst eftir bæði framkvæmdastjóra þjónustu og markaðsmála flugfélagsins og líka framkvæmdastjóra stafrænnar þjónustu. Umsóknarfrestur rennur út þann 7. desember.

Í báðum tilfellum er óskað eftir fólki með framúrskarandi leiðtogahæfileika og farsæla stjórnendareynslu. Einnig er gerð krafa um lausnamiðaða hugsun og þjónustumiðað hugarfar eins og það er orðað í auglýsingu.

Líkt og fram kom í viðtali Túrista við forstjóri Icelandair þá verður horft til fjölbreytni og jafnréttis í ráðningaferlinu sem framundan er.