Samfélagsmiðlar

Sannfærður um að Play auki framboðið á hárréttum tíma

Forstjóri Play segir íslenska markaðinn hafa kólnað að undanförnu en aftur á móti séu jákvæð teikn á lofti varðandi Bandaríkjaflug félagsins.

Birgir Jónsson, forstjóri Play.

Flugáætlun Play í janúar og febrúar hefur nú verið skorin niður í tvígang og ferðunum fækkað til London, Berlínar, Parísar og Kaupmannahafnar. Frá þessu greindi Túristi í morgun.

Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins, segir ástæður breytinganna augljósar því eftirspurn eftir flugi til ákveðinna áfangastaða sé tempruð næstu vikur sem skrifist á harðar sóttvarnaraðgerðir.

„Ég held að flest flugfélög í heiminum séu að draga saman framboð á þessu tímabili. Það er erfitt að svara hvort það verði frekari breytingar, við metum það eftir því sem staðan þróast. Það sem við höfum séð er að markaðurinn er mjög fljótur að taka við sér þegar ástandið breytist og því sjáum við bara til hvernig ástandið verður,“ útskýrir Birgir.

Sveigjanleg þrátt fyrir fulla leigu

Play hefur tryggt sér fimm þotur fyrir næstu sumarvertíð og áfram er ætlunin er að bæta þeirri sjöttu við. Ástandið sem heimsfaraldurinn hefur valdið er tímabundið að mati Birgis og setji því ekki plön Play úr skorðum.

„Ég er sannfærður um að við munum auka framboðið okkar á hárréttum tíma í vor þegar markaðurinn er tilbúinn. En á sama tíma er það ekki það mikið að við gætum ekki skalað okkur niður ef ástandið verður áfram erfitt.“

Og Birgir segir það litlu breyta þó félagið muni frá og með áramótum greiða fulla leigu á þotunum þremur sem félagið er með í notkun í dag. Þetta sé nefnilega ekki það stór kostnaðarliður að hann dragi úr sveigjanleikanum til að gera breytingar á flugáætluninni til skamms tíma líkt nú hefur verið gert í janúar.

„Við spörum heilmikið í breytilegum kostnaði við það líka en auðvitað viljum við forðast að gera svona breytingar nema það sé alveg augljóst að það sé hið eina rétta,“ segir Birgir.

Sólarstrendur heilla meira en stórborgir

Minnkandi áhugi á ferðalögum á næstu vikum skrifast aðallega á heimamarkaðinn að sögn forstjóra Play. Félagið sé nefnilega að sækja í sig veðrið þegar kemur að farþegum á leið til landsins. Aftur á móti hafi íslenski markaðurinn kólnað. „Mikill fréttaflutningur af Covid í litlu landi er að hafa sín áhrif. Fólk er samt ekki mikið að breyta ferðum sínum eða hætta við,“ segir Birgir.

Hann segir minni eftirspurn helst koma fram í færri tækifærisferðum til útlanda og fólk sé síður að stökkva af stað með litlum fyrirvara í verslunar- eða jólaferðir. Aftur á móti sé áhuginn á sólar- og skíðaferðum mikill en eftir áramót er Play með á dagskrá reglulegar ferðir til Las Palmas, Tenerife og Alicante á Spáni og Salzburg sem er í nágrenni við austurrísku Alpana.

Góðar viðtökur við Ameríkufluginu

Áætlunarflug Play til Bandaríkjanna hefst í vor og þá getur félagið boðið upp á flug yfir Norður-Atlantshafið með millilendingu á Keflavíkurflugvelli. Þangað til snýst reksturinn um flug með farþega á leið til og frá Íslandi og ennþá er Play því mjög háð sveiflum á íslenska markaðnum að sögn Birgis.

Hann bætir því við að það sé mjög gott og uppörvandi að sjá hvað salan á flugi til og frá Bandaríkjunum fari vel af stað. „Þar er komin mikilvæð stoð undir reksturinn eins og planið okkar gerir ráð fyrir. Það er mjög sterkt bókunarflæði fram í tímann og staðir sem við höfum verið að erfiða með í vetur, í Covid ástandinu, t.d. París og Berlín, eru allt í einu orðnir bestu sölustaðirnir þegar tengitraffíkin kemur inn. Þannig að við erum mjög sátt með hvernig þetta fer allt af stað,“ segir forstjóri Play að lokum.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …