Stærstu ferðakaupstefnu heims aflýst þriðja árið í röð

MYND: ITB

Ekkert verður af ITB ferðakaupstefnunni í Berlín á næsta ári en hún átti að fara fram dagana 9. til 13. mars. Þetta verður þriðja árið í röð sem kórónaveirufaraldurinn kemur í veg fyrir að fagfólk úr ferðaþjónustu komi saman í tugþúsunda tali í þýsku höfuðborginni.

Á heimasíðu ITB segir að nýjustu vendingar í heimsfaraldrinum og ríkjandi takmarkanir varðandi fjöldasamkomur séu ástæður þess að ákveðið hafi verið að blása hina eiginlegu kaupstefnu af. Hún mun þó fara fram að hluta til í gegnum fjarfundarbúnað. Næsta alvöru ITB ráðstefna í Berlín er því ekki á dagskrá á ný fyrr en 8. mars árið 2023.

Það er löng hefð fyrir því að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sendi fulltrúa sína á ITB í Berlín og þar hefur Íslandsstofa verkið með stóran kynningarbás í félagi við hin Norðurlöndin.