Strangari ferðareglur eftir helgi

newyork timessquare Ferdinand Stöhr
Frá New York. Mynd: Ferdinand Stöhr / Unsplash

Allir þeir sem ferðast til Bandaríkjanna verða frá og með næstu viku að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi sem er innan við sólarhrings gamalt. Þetta tilkynnti Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fyrr í dag.

Núgildandi reglur heimila próf sem tekin allt að þremur dögum fyrir ferðalagið. Sú regla hefur þó aðeins gilt í tæpan mánuð því það var fyrst þann 8. nóvember sl. sem bólusettir Evrópubúar fengu á ný að ferðast til Bandaríkjanna. Þessar breytingar sem boðaðar voru í dag eru tilkomnar vegna útbreiðslu Ómíkrón afbrigðis kórónaveirunnar.

Biden Bandaríkjaforseti framlengdi einnig í dag reglur um grímunotkun í öllum samgöngum til 18. mars. Nær sú regla bæði til samgangna innanlands og líka til og frá Bandaríkjunum.

Þú færð aðgang að öllum greinum Túrista í 30 daga fyrir 300 krónur með því að nota afsláttarkóðann „300″ þegar þú pantar áskrift. Í framhaldinu fullt mánaðarverð (2.650 kr.) en alltaf hægt að segja upp.