Þá er Play komið til Amsterdam

Þota Play fékk sérstakar móttökur í sinni fyrstu ferð til Schiphol flugvallar í morgun. Mynd: Amsterdam Airport Schiphol

Ein af brottförum dagsins á Keflavíkurflugvelli var jómfrúarferð Play til Amsterdam. Þota félagsins lagði í hann klukkan sex í morgun og lenti svo á Schiphol flugvelli 142 mínútum síðar.

Með þessari viðbót við leiðakerfi Play þá hafa farþegar á leið milli Íslands og Amsterdam úr ferðum þriggja flugfélaga að velja.

Því auk Play þá fljúga þotur Icelandair og Transavia reglulega þessa sömu leið.

Þú færð aðgang að öllum greinum Túrista í 30 daga fyrir 300 krónur með því að nota afsláttarkóðann „300″ þegar þú pantar áskrift. Í framhaldinu fullt mánaðarverð (2.650 kr.) en alltaf hægt að segja upp.