Þjóðverjar herða líka reglurnar gagnvart Bretum

Gestir á jólamörkuðum í Berlín hafa þurft að framvísa kórónapössum. Mynd: Frá lesanda

Þýsk stjórnvöld boða nú strangari sóttvarnaraðgerðir við landamærin til að hefta útbreiðslu ómíkrón afbrigðis kórónaveirunnar. Þessar breytingar fela meðal annars í sér að almennir ferðamenn frá Bretlandi fá ekki að ferðast til Þýskalands eins og stendur. Þar með fylgja Þjóðverjar fordæmi Frakka sem lokuðu landinu gagnvart Bretum nú á laugardag.

Í báðum löndum gildir einu hvort fólk hafi verið bólusett við Covid-19 eða ekki.

Þjóðverjar búsettir í Bretlandi fá að snúa aftur til heimalandsins en þurfa þá í tveggja vikna sóttkví við komuna samkvæmt frétt BBC.