Samfélagsmiðlar

Þotur norska nýliðans ekki heldur þéttsetnar

Þeir áfangastaðir sem Play og Flyr selja flugmiða til í dag.

Eitt af því sem einkennir rekstur Ryanair og Wizz Air er mjög há sætanýting. Það þarf nefnilega að halda fjölda óseldra sæta í lágmarki þegar fargjöldin eru lægri en hjá keppinautunum. Fyrir heimsfaraldur var nýtingin hjá þessum stærstu lágfargjaldafélögum Evrópu að jafnaði 90 til 95 prósent.

Hlutfallið hefur verið mun lægra síðustu misseri þó það hafi hækkað á ný. Í nýliðnum nóvember fór sætanýtingin til að mynda upp í 86 prósent hjá Ryanair og 76 prósent hjá Wizz Air. Hjá Norwegian, sem er stærsta norræna lágfargjaldafélagið, var nýtingin 77 prósent í síðasta mánuði.

Það gengur hins vegar verr hjá Play og norska flugfélaginu Flyr að fylla sætin hjá sér. Í nóvember var sætanýtingin hjá Play 58 prósent en 55 prósent hjá Flyr. Bæði þessi flugfélög flokkast sem lágfargjaldafélög og eiga það líka sameiginlegt að hafa byrjað flugrekstur í sumarbyrjun í kjölfar hlutafjárútboðs.

Hjá Flyr hefur hlutfall óseldra sæta reyndar verið ennþá hærra en hjá Play. Sérstaklega var staðan slæm hjá Norðmönnunum í ágúst og september þegar rétt rúmlega þriðja hvert sæti var skipað farþegum. Síðustu tvo mánuði hefur staðan batnað eins og sjá má á línuritinu. Það sama hefur gerst hjá Play.

Áform stjórnenda Play gerðu reyndar ráð fyrir mun betri árangri á þessu sviði. Í kynningu sem félagið birti í tengslum við hlutafjárútboð sitt í sumarbyrjun var aðeins birt ein rekstraráætlun og sú gekk út á 72 prósent sætanýtingu í ár.

Segja má að verri sætanýting hjá Flyr en Play endurspeglist í rekstrarafkomunni. Á þriðja fjórðungi ársins, júlí til september, tapaði norska félagið nefnilega nærri tvöfalt meira fé en Play. Í flota Flyr voru þá fjórar þotur og rekstrartapið nam um 2,3 milljörðum króna. Hjá Play voru þrjár þotur og rekstrartapið tæplega 1,2 milljarðar króna þegar miðað er við gengið 30. september.

Þann dag átti Play um 8,2 milljarða króna í sínum sjóðum en Flyr 5,4 milljarða kr. Það þykir forráðamönnum norska félagsins of lítið og því ætla þeir að efna til hlutafjárútboðs eftir áramót. Þar er búið er að tryggja sölu á hlutabréfum fyrir 3,6 milljarða króna (250millj. norskar). Í útboði Flyr í byrjun þessa árs söfnuðust aftur á móti um 8,6 milljarðar kr. (600 millj. norskar kr.) í hlutafé.

Til samanburðar þá fékk Play inn um tíu milljarðar króna í hlutafjárútboðum sínum í vor og í sumarbyrjun.

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …