Þotur norska nýliðans ekki heldur þéttsetnar

Þeir áfangastaðir sem Play og Flyr selja flugmiða til í dag.

Eitt af því sem einkennir rekstur Ryanair og Wizz Air er mjög há sætanýting. Það þarf nefnilega að halda fjölda óseldra sæta í lágmarki þegar fargjöldin eru lægri en hjá keppinautunum. Fyrir heimsfaraldur var nýtingin hjá þessum stærstu lágfargjaldafélögum Evrópu að jafnaði 90 til 95 prósent.

Hlutfallið hefur verið mun lægra síðustu misseri þó það hafi hækkað á ný. Í nýliðnum nóvember fór sætanýtingin til að mynda upp í 86 prósent hjá Ryanair og 76 prósent hjá Wizz Air. Hjá Norwegian, sem er stærsta norræna lágfargjaldafélagið, var nýtingin 77 prósent í síðasta mánuði.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.