Bráðlega verða sjö norræn flugfélög skráð á hlutabréfamarkað því nú ætti að styttast í að Norse Atlantic fái flugrekstrarleyfi. Félagið stefnir nefnilega á að hefja áætlunarflug frá Ósló og London til Bandaríkjanna á nýju ári og þarf því að hefja farmiðasölu fyrr en síðar.
Viðskipti með hlutabréf í þessu verðandi flugfélagi hafa hins vegar farið fram á Euronext Growth markaðinum í kauphöllinni í Ósló síðan í apríl. Frá þeim tíma hafa þau lækkað um 38 prósent.