Áfram grímur á Kastrup

Frá Kaupmannahafnarflugvelli en að verður bið eftir því að fólk geti gengið þar grímulaus um ganga. Mynd: CPH

Allar takmarkanir vegna kórónuveirunnar verða afnumdar í Danmörku á morgun. Í tilmælum sem dönsk stjórnvöld gáfu út í síðustu viku er þó mælt með að grímur verði áfram notaðar á sjúkrahúsum og elliheimilum.

Forsvarsfólk Kaupmannahafnarflugvallar ítrekar engu að síður í fréttatilkynningu að áfram verði farþegar að vera með grímur þegar farið er um flugstöðina. Ástæðan er sú að reglum flugöryggisstofnunnar Evrópu hefur ekki verið breytt. Flugfarþegar í Kaupmannahöfn verða því að bíða með að taka niður grímurnar þangað til þeir eru komnir út úr flugstöðinni.

Það verður ekki aðeins dregið úr sóttvarnaraðgerðum innan Danmerkur á morgun því á landamærunum verður líka slakað á. Krafan um að allir farþegar framvísi niðurstöðum úr neikvæðu Covid-prófi við komuna til landsins nær þá bara til þeirra óbólusettu.

Börn sem eru yngri en 15 ára eru undanþegin kröfu um bólusetningu.