Samfélagsmiðlar

„Ferðamenn“ eyddu meira í verslunum en á hótelum

Vísbendingar eru um að ferðafólki hér á landi sé eignuð of stór hluti af kortaveltunni.

Kaup á hótelgistingu er vanalega sá liður sem vegur þyngst þegar greiðslur með erlendum greiðslukortum eru teknar saman. Í nýliðnum desember var erlenda veltan í verslunum hins vegar töluvert hærri en á hótelum landsins.

Þá nam veltan á hótelunum tæpum tveimur milljörðum króna en hún var rúmlega tvö hundruð milljónum kr. hærri í verslunum landsins samkvæmt gagnagrunni Rannsóknarseturs verslunarinnar. Í venjulegu árferði er þessu á hinn veginn farið. Allt árið 2019 voru erlend greiðslukort notuð til að greiða hótelreikninga upp á 58 milljarða kr. á meðan viðskipti við verslanir námu 36 milljörðum kr.

Íslendingar með erlend kort

Í heimsfaraldrinum breyttust hlutföllin því þrátt fyrir fáa ferðamenn á landinu þá fór verslun út á erlend kort aldrei niður fyrir um hálfan milljarð króna. Hjá hótelunum fór erlend kortaveltan aftur á móti niður í allt að rúmlega eitt hundrað milljónir.

Meginskýringin á þessu liggur líklegast í þeirri staðreynd að fjöldi fólks sem býr hér á landi, í lengri eða skemmri tíma, notar að mestu erlend greiðslukort. Þetta eru því ekki ferðamenn jafnvel þó að í gagngrunni Rannsóknarseturs verslunarinnar sé erlenda kortavelta öll sett undir liðinn „Mánaðarleg kortavelta erlendra ferðamanna“.

Önnur skýring á því að erlenda kortaveltan í verslunum féll hægar en á hótelum er sú að Íslendingar, búsettir í útlöndum, nota vafalítið oft erlend kort í íslenskum verslunum. Það má aftur á móti gera ráð fyrir að stór hluti þessa hóps gisti hjá vinum og ættingjum á meðan á Íslandsdvölinni stendur.

Ferðamönnum eignuð netverslun

Í gagnagrunni Rannsóknarseturs verslunarinnar er hægt að sjá hvað netverslun vegur þungt þegar kemur að notkun íslenskra korta. Það er hins vegar ekki mögulegt að skoða hversu mikil erlenda veltan er í íslenskum netverslunum. Túristi óskaði eftir sundurliðun á viðskiptum útlendinga í íslenskum netverslunum en í svörum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar segir að þess háttar úttekt krefjist töluverðar vinnu. Þar á bæ hefur aftur á móti verið ákveðið að bæta úr upplýsingagjöfinni þannig að hægt verði að skoða netverslun útlendinga sérstaklega.

Óhætt er að segja að sú breyting gagnist ekki bara ferðaþjónustunni og þeim sem leggja mat á gang mála þar. Upplýsingar um erlend viðskipti við íslenskar netverslanir hljóta einnig að koma að gagni í íslenska verslunargeiranum og í raun merkilegt að þessi sundurliðun hafi ekki verið gerð hingað til.

Dagvaran stærst og svo „önnur verslun“

Gagnagrunnur Rannsóknarseturs verslunarinnar gefur hins vegar kost á því að flokka erlendu kortaveltuna eftir því hvort hún tengist kaupum á dagvöru, fötum, gjafavöru og minjagripum eða á tollfrjálsum varningi. Allt sem ekki heyrir undir þessa fjóra flokka fer undir „önnur verslun“. Sá flokkur er ásamt dagvörunni sá stærsti sem undir verslunarliðnum eins og sá má á grafinu hér fyrir neðan.

Samkvæmt svörum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar, við fyrirspurn Túrista, segir að gæludýrabúðir og ljósmyndavöru- og vefnaðarvöruverslanir heyri til að mynda undir þennan óskilgreinda flokk.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …