Frakkar skoða aukinn stuðning við ferðaþjónustuna og veitingageirann

Frá París Mynd: John Towner - Unsplash

Slakað verður á skilyrðum um tekjufallsstyrki í Frakklandi vegna þeirra neikvæðu áhrifa sem nýjasta bylgja heimsfaraldursins hefur haft. Fyrirtæki sem geta sýnt fram á að tekjur hafi lækkað um helming geta þar með sótt um stuðning á greiðslum á föstum kostnaði. Áður var gert skilyrði um að tekjurnar hefður lækkað um að minnsta kosti 65 prósent.

Samkvæmt frétt Bloomberg þá er þessi stuðningur sérstaklega ætlaður fyrirtækjum í ferðaþjónustu og veitingarekstri.

Til viðbótar við tekjufallsstyrkina þá eru frönsk stjórnvöld einnig að skoða undanþágur frá opinberum gjöldum og eins að seinka afborgunum á þeim ríkistryggðu lánum sem fyrirtækjum buðust fyrr í heimsfaraldrinum.