Fyrsta flugið í nýjum búning til Tenerife

TF-ICE á Keflavíkurflugvelli í nýjum litum. Tölvumynd: Icelandair

Þotur Icelandair verða málaðar upp á nýtt og nú er sú fyrsta komin hingað til lands eftir að hafa skipt um ham í Norwich á Englandi. Um er að ræða Boeing Max þotuna TF-ICE og samkvæmt vef Flightradar er ætlunin að hún flytji farþega Icelandair til Tenerife í fyrramálið.

Fjórar Max þotur til viðbótar verði málaðar samkvæmt nýju uppskriftinni fyrir lok febrúar samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Icelandair.