Gengi flugfélaga rauk upp

Markaðsvirði Lufthansa samsteypunnar hækkaði mikið í dag. Mynd: Lufthansa Group

Fyrsti viðskiptadagur ársins í kauphöllum Norðurlanda byrjaði með látum fyrir fjárfesta í fluggeiranum. Gengi hlutabréfa í SAS og Finnair hækkaði um rúmlega sex af hundraði og markaðsvirði Icelandair fór upp um nærri fjögur prósent. Play og Norwegian hækkuðu aðeins minna.

Hástökkvari dagsins var aftur á móti norska lágfargjaldaflugfélagið Flyr því bréf þess félags hækkuðu um 11 prósent.

Leiðin var líka upp á við hjá fleiri evrópskum flugfélögum í dag. Þannig hækkaði markaðsvirði Lufthansa Group, stærstu flugfélagasamsteypu Evrópu, um nærri níu prósent.